Legend of Kyrandia er kannski ekki verið mjög þekktur leikur, en á samt sem áður skilið mikið hrós. Eins og hægt er að sjá af myndunum hérna til hliðar, er leikurinn mjög álfa- og ævintýralegur. Andrúmsloftið angar af dularfullu lofti og galdrarnir bíða rétt handan við hornið. Sagan snýst um "vonda kallinn" Malcom. Hann hefur stolið kraftmiklum galdragrip og lýsir sjálfum sér sem Stjórnanda Kyrandia. En auðvitað, ef þú ætlar að stoppa þetta djöfullega ráðabrugg, sem verður hægara sagt en gert , verðurðu að taka marga hluti með í reikninginn. Leikurinn er mjög náttúrulega stjórnaður svo hver einasta atburðarás hefur áhrif á náttúruna. Þitt verk er að ferðast í kringum Kyrandia og safna dýrgripum sem þú þarft til að fá aðgang inn í kastalann og öðlast þennan kraftmikla galdragrip sem gefur þér nægan styrk til að kljást við Malcom, hið ílla hirðfífl. Á meðan að ferð þinni er stendur hittir þú mismunandi áhugaverðar persónur, dularfullar galdraskepnur, Galdrakarla, dreka og mikið af öðrum athyglisverðum lífverum - bæði raunverulegar og óraunverulegar, sem mun tryggja áhugaverða spilun gegnum leikinn. Þú munt takast á við erfiðar aðstæður framundan svo ekki búast við að vinna þennan leik mjög snemma. Grafíkin er algjörlega töfrandi. Og samanskroppnu myndirnar, ekki dæma þær of snemma vegna þess að þú getur ekki séð fegurðina og smáatriðin í teikningunum. Landslagið er hrífandi og neyðir þig til að lifa þig inn í leikinn. Tónlistin kemur líka ánæjulega á óvart þar sem hún fylgir söguþræðinum algjörlega. Ekki bara það, heldur eru þetta eitt af athyglisverðustu og yndislegustu leikjatónlist sem ég hef heyrt í langan tíma. Jæja, best að undirstrika það sem ég hef sagt. Góð leikspilun, áhugaverð saga, hrífandi landslag og yndisleg tónlist! Hljómar næstum fullkomið. en... ekkert getur ALVEG verið fullkomið, þessi leikur hefur sína galla. Í fyrsta lagi, þá verður leikurinn mjög ruglingslegur frá tíma til tíma. Seinna í leiknum finnur maður sjálfan sig vera að klást við þrautir sem maður á kannski að gera næst. Og leikurinn hefur einkenni sem mér líkar ekki við ævintýraleiki, og það er að deyja. Þess vegna ættiru að "vista" oft og fara varlega. Svo ef ég tek þetta með í reikninginn, verð ég að draga eina stjörnu og verður það því fjórar stjörnur. Þetta er leikur sem ég mæli sterklega með og ég vona að þú hafir það gaman að spila hann! Góða skemmtun!